Þú ert að skoða uppskriftir í flokknum: Nautakjöt

Mynd Flokkur: Kjötréttir, Nautakjöt
Stikkorð:

600 gr. nautagúllas
1 laukur
1 paprika
2 gulrætur
ca 250 gr. sveppir

Laukur, paprika, gulrætur og sveppir saxað og hent á pönnu eða í pott til steikingar.
Gúllasið fer í pottinn og skömmu síðar allt hitt.
Mallað eins lengi og maður vill, vatni gusað yfir eftir þörfum.
Síðan er soðinu breytt í sósu með þykkingu og kryddun eftir hvers manns smekk.

Ef vel tekst til verður úr þessu úrvals fangelsiskássa sem allir slafra með bestu lyst.
Gott er að skella rjóma í sósuna til hátíðarbrigða, sósan verður mun þéttari og betri þannig.