Þú ert að skoða uppskriftir í flokknum: Smákökur

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
Stikkorð:

375 gr hveiti
375 gr sykur
250 gr kókosmjöl
150 gr saxaðar rúsínur
2 egg

– Þurrefnunum blandað saman. Smjörlíkið mulið saman við og vætt í með eggjunum.

– Degið er hnoðað saman og rúllað upp í lengjur.

– Skerið lengjurnar í ca 1/2 cm þykkar sneiðar og raðið á bökunarplötu.

– Bakað við vægan hita þar til kökurnar eru ljósbrúnar.

– Gott er að hnoða degið út í lengjur og geyma síðan eina nótt í kæli. Kökurnar verða betri og fallegri.

 

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
  • Ofnhiti: 180°C
  • Bökunartími: u.þ.b. 10 mín
Stikkorð:

2,5 bollar hveiti
1 tesk. matarsódi
1 tesk. salt
1 bolli smjör/smjölíki
3/4 bollar sykur
3/4 bollar púðursykur
1 tesk vanilludropar
2 egg
2 bollar súkkulaðibitar, best að nota eitthvað ekta súkkulaði
1 bolli heslihnetur eða aðrar hnetur (má sleppa)

– Smjör/smjöríki, púðursykri, sykri og vanilludropum hrært saman.
– Eggjunum bætt útí einu í einu. Hrært vel.
– Þurrefnunum bætt rólega saman við.
– Að lokum er súkkulaið og hnetum (ef vill) bætt útí.
– Sett með teskeið á plötu.

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
Stikkorð:

1,25 bolli hveiti
1 tesk. matarsódi
1/2 tesk. salt
1/2 tesk. kanill
1 bolli smjör
3/4 bolli sykur
3/4 bolli púðursykur
2 egg
1 tesk. vanilludropar
3 bollar haframjöl
340 g. brytjað súkkulaði, best að nota gott ekta súkkulaði

– Smjör, sykur, púðursykur, egg og vanilludropar er þeytt saman.
– Þurrefnunum (nema haframjöli) bætt smám saman úti.
– Að lokum er haframjöli og súkkulaði blandað útí degið.
– Sett með teskeið á bökunarplötu (með pappír) þarf að hafa gott bil á milli því þær renna út.
– Bakað við 200 gráður í 8 mín ef þær eiga að vera mjúkar en í 10 mín ef þær eiga að vera stökkar

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
  • Ofnhiti: 175°C
  • Bökunartími: 12-14 mín
Stikkorð:

3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
150 gr. rjómasúkkulaði
2 pokar súkkalaðihúðað lakkrískurl

– Stífþeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn og þeytið áfram þar til sykur er alveg horfin.
– Bæta þá söxuðu súkkulaði + lakkrískurli varlega útí með sleif til að skemma ekki þeytinguna.
– Set með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakað við 175 gráður í c.a 12-14 mín.

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
Stikkorð:

250 gr. hveiti
250 gr. púðursykur
125 gr. íslenskt smjör (lint)
1 stk egg
1,5 tesk. lyftiduft
0,5 tesk. matarsódi
1 tesk. engifer
0,5 tesk. kanill
0,5 tesk. negull

– Öllu skellt saman í skál og hnoðað rólega saman.
– Kælt í smá stund.
– Gerðar litlar kúlur og settar á bökunarplötu og síðan þrýst á með fingri eða gaffli.
– Bakað við 180 gráður í 8-10 mín.

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
Stikkorð:

250 gr smjörlíki
1 bolli sykur
1 bolli púðursykur
3 bollar hveiti
1 bolli kókosmjöl
1 tsk natron
1/2 tsk salt
2 stk egg
Mónudropar

– Allt hnoðað saman og mótað í kúkur.
– Þegar kökurnar koma úr ofninum er mónudropi settur á hverja köku á meðan þær eru sjóðandi heitar.

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
Stikkorð:

2 egg
2 dl sykur
6 dl gróft kókosmjöl
1 tsk vanilludropar
50 gr súkkulaði, saxað

– Þeytið egg og sykur létt og ljóst.
– Blandið afganginum af hráefninu saman við.
– Setjið deigið í toppa með teskeið á bökunarplötu.
– Bakið við 180°C ofarlega í ofninum í 12 mín.
– Kælið á grind.
– Gott er að dýfa toppnum á kökunum bráðið súkkulaði í stað þess að blanda súkkulaðinu í deigið.

 

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
Stikkorð:

100 gr smjörlíki
100 gr sykur
1 egg
200 gr hveiti
1/2 tsk hjartarsalt
2 msk kakó
1 tsk vanillusykur
25 gr saxaðar rúsínur
25 gr súkkulaði
25 gr saxaðir hnetukjarnar eða möndlur

– Öllu blandað saman og hnoðað saman.
– Rúllað út í lengjur, skorið í sneiðar og sett á bökunarplötu.
– Bakað við vægan hita

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
  • Ofnhiti: 190°C
  • Bökunartími: 8-10 mín
Stikkorð:

2 og 1/2 dl mjúkt smjör eða smjörlíki
2 dl sykur
2 dl púðursykur
1 egg
5 dl hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
2 og 1/2 dl saxaðar hnetur (valhnetur, pekanhnetur eða heslihnetur)
300 gr siríus konsum suðusúkkulaði

– Hitið ofninn í 190°C.
– Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur.
– Bætið egginu útí og hrærið vel.
– Bætið hveitinu, matarsódanum og saltinu í deigið og hrærið.
– Setjið hneturnar og súkkulaðið útí og setjið deigið á plötu, sem klædd er með bökunarpappír.
– Notið teskeið til að móta kökurnar og hafið 5 cm. á milli.
– Bakið í 8 – 10 mín.
– Kælið kökurnar á rist og geymið í lokuðu íláti.

 

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
  • Ofnhiti: 180°C
  • Bökunartími: 10 mín
Stikkorð:

200 g smjör
1 bolli púðursykur
2/3 bolli sykur
2 egg
4 tsk vanillusykur
2 1/4 bollar hveiti
1 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
2 bollar saxaðar hnetur
3 bollar grófsaxað suðusúkkulaði

bakað við 190° í u.þ.b. 10 mín