Þú ert að skoða uppskriftir í flokknum: Bakstur

Mynd Flokkur: Bakstur, Gerbakstur
 • Ofnhiti: 225-250°C
 • Bökunartími: 6-10 mín
Stikkorð:

3 dl mjólk
100 gr smörlíki
1 bréf þurrger
2 tsk salt
3 tsk kúmen
8 dl / ca 500 gr hveiti
1 egg til penslunar

– Bræðið smjörlíki og blandið við velgda mjólkina.

– Blandið þurrefnunum saman ásamt með þurrgerinu og vætið í með volgri mjólkurblöndunni.

– Hnoðið saman í gljáandi deig með meira hveiti ef með þarf.

– Látið degið hefast þar til það hefur tvöfaldast að rúmmáli.

– Hnoðið degið niður og hlutið það í 16 til 18 bita og mótið fingurþykkar pylsur og síðan kringlur sem settar eru á bökunarplötu.

– Látið hefast aftur í 15 – 20 mín. undir rökum klút.

– Penslið með lítið eitt þeyttu egginu. Stráið kúmeni yfir ef vill og bakið í miðjum ofni í ca 6 – 10 mínutur við 225 – 250°C, eða þar til kringlurnar eru gullbrúnar að lit.

– Bestar volgar.

 

Mynd Flokkur: Bakstur, Formkökur
 • Ofnhiti: 150 - 175°C
 • Bökunartími: u.þ.b. 40 mín
Stikkorð:

150 gr smjörlíki
175 gr sykur
2-3 egg
500-600 gr hveiti
3-4 tsk lyftiduft
sítrónudropar
mjólk eftir þörfum
rúsínur

– Smjörlíki og sykur hrært saman þar til blandan er ljós og létt.

– Eggjunum bætt út í, eitt í senn og hrært vel á milli.

– Hveiti og lyftidufti blandað saman og sett út í hræruna ásamt með mjólkinni og dropunum. Rúsínur settar í.

– Bakað neðarlega í ofninum við 150 – 175°C í um það bil 40 mínútur.

– ATH: Gætið þess að hræra ekki of lengi eftir að hveitð er komið í annars verður kakan seig og þurr.

 

Mynd Flokkur: Bakstur
 • Ofnhiti: 180°C
 • Bökunartími: 3 - 3,5 klst
Stikkorð:

2 bollar hveiti
2 bollar rúgmjöl
2 bollar heilhveiti
4 bollar súrmjólk
500 gr sýróp
2 tsk salt
2 tsk lyftiduft
2 tsk matarsódi

– Öllum efnunum blandað saman í skál.
– Fóðrið tveggja kg Makkintosdós að innan með bökunarpappír og hellið deiginu í.
– Bakið í 3 til 3 og hálfa klst.
– Hvolfið brauðinu úr dósinni, takið pappírinn utanaf og kælið.

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
Stikkorð:

100 gr smjörlíki
100 gr sykur
1 egg
200 gr hveiti
1/2 tsk hjartarsalt
2 msk kakó
1 tsk vanillusykur
25 gr saxaðar rúsínur
25 gr súkkulaði
25 gr saxaðir hnetukjarnar eða möndlur

– Öllu blandað saman og hnoðað saman.
– Rúllað út í lengjur, skorið í sneiðar og sett á bökunarplötu.
– Bakað við vægan hita

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
 • Ofnhiti: 190°C
 • Bökunartími: 8-10 mín
Stikkorð:

2 og 1/2 dl mjúkt smjör eða smjörlíki
2 dl sykur
2 dl púðursykur
1 egg
5 dl hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
2 og 1/2 dl saxaðar hnetur (valhnetur, pekanhnetur eða heslihnetur)
300 gr siríus konsum suðusúkkulaði

– Hitið ofninn í 190°C.
– Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur.
– Bætið egginu útí og hrærið vel.
– Bætið hveitinu, matarsódanum og saltinu í deigið og hrærið.
– Setjið hneturnar og súkkulaðið útí og setjið deigið á plötu, sem klædd er með bökunarpappír.
– Notið teskeið til að móta kökurnar og hafið 5 cm. á milli.
– Bakið í 8 – 10 mín.
– Kælið kökurnar á rist og geymið í lokuðu íláti.

 

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
 • Ofnhiti: 180°C
 • Bökunartími: 10 mín
Stikkorð:

200 g smjör
1 bolli púðursykur
2/3 bolli sykur
2 egg
4 tsk vanillusykur
2 1/4 bollar hveiti
1 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
2 bollar saxaðar hnetur
3 bollar grófsaxað suðusúkkulaði

bakað við 190° í u.þ.b. 10 mín

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
Stikkorð:

2,5 bollar hveiti
1 tesk. matarsódi
1. tesk salt
1 bolli smjör/smjölíki (við stofuhita, er c.a 250 gr.)
3/4 bollar sykur
3/4 bollar púðursykur
1 tesk vanilludropar
2 egg
2 bollar súkkulaðibitar, best að nota eitthvað ekta súkkulaði…
1 bolli heslihnetur eða aðrar hnetur (má sleppa)

– Smjör/smjöríki, púðursykri, sykri og vanilludropum hrært saman.
– Síðan er eggjunum bætt útí einu í einu.
– Þurrefnunum bætt rólega saman við.
– Að lokum er súkkulaið og hnetum (ef vill) bætt útí.
– Sett með teskeið á plötu og bakað við 180 í um 10 mín.

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
Stikkorð:

500 gr hveiti
250 gr smjörlíki
250 gr sykur
1 stk egg
3 stórar matsk sýróp
3 tsk natron
2 tsk kanill
2 tsk negull
1/2 tsk pipar

– Allt hnoðað saman og mótaðar litlar kúlur.

Mynd Flokkur: Bakstur, Formkökur
 • Ofnhiti: 180°C
 • Bökunartími: 45 mín
Stikkorð:

250 gr smjörlíki
150 gr púðursykur
150 gr sykur
3-4 egg
700 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
2 tsk natrón
1-2 tsk kakó
1 1/2 tsk kanill
1 1/2 tsk engifer
1 tsk negull
rúsínur
mjólk eftir þörfum

– Hræðrið sykurinn og smjörlíkið saman í ljósa og létta blöndu.

– Bætið eggjunum útí einu og einu í einu og hrærið vel á milli.

– Setjið síðan þurrefnin, rúsínurnar og mjólkina útí.

– Sett í mót. Passið að fylla ekki mótin nema að 2/3 hluta.

– Bakað við 180°C