Þú ert að skoða uppskriftir í flokknum: Formkökur

Mynd Flokkur: Bakstur, Formkökur
  • Ofnhiti: 150 - 175°C
  • Bökunartími: u.þ.b. 40 mín
Stikkorð:

150 gr smjörlíki
175 gr sykur
2-3 egg
500-600 gr hveiti
3-4 tsk lyftiduft
sítrónudropar
mjólk eftir þörfum
rúsínur

– Smjörlíki og sykur hrært saman þar til blandan er ljós og létt.

– Eggjunum bætt út í, eitt í senn og hrært vel á milli.

– Hveiti og lyftidufti blandað saman og sett út í hræruna ásamt með mjólkinni og dropunum. Rúsínur settar í.

– Bakað neðarlega í ofninum við 150 – 175°C í um það bil 40 mínútur.

– ATH: Gætið þess að hræra ekki of lengi eftir að hveitð er komið í annars verður kakan seig og þurr.

 

Mynd Flokkur: Bakstur, Formkökur
  • Ofnhiti: 180°C
  • Bökunartími: 45 mín
Stikkorð:

250 gr smjörlíki
150 gr púðursykur
150 gr sykur
3-4 egg
700 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
2 tsk natrón
1-2 tsk kakó
1 1/2 tsk kanill
1 1/2 tsk engifer
1 tsk negull
rúsínur
mjólk eftir þörfum

– Hræðrið sykurinn og smjörlíkið saman í ljósa og létta blöndu.

– Bætið eggjunum útí einu og einu í einu og hrærið vel á milli.

– Setjið síðan þurrefnin, rúsínurnar og mjólkina útí.

– Sett í mót. Passið að fylla ekki mótin nema að 2/3 hluta.

– Bakað við 180°C