Mynd Flokkur: Bakstur, Rúllutertur
Stikkorð:

4 egg
50 gr sykur
50 gr flórsykur
50 gr hveiti
50 gr kartöflumjöl
30 gr kakó

– Eggjarauður og sykur þeytt vel saman.

– Hvíturnar og flórsykurinn þeytt vel saman.

– Hveiti, kartöflumjöli og kakói sáldrað saman og hrært saman við samanblandaðar eggjahrærurnar.

– Smurt út á ofnskúffu og bakað við 190°C í ca 10 mínútur og látin kólna. Gott er að setja rakt viskastykki yfir kökuna á meðan til þess að hún þorni ekki.

Smjörkrem
– 75 gr smjörlíki og 1+1/2 dl flórsykri hrært vel saman.
– 1 eggjarauðu ásamt með 1 tsk af vanillu blandað útí.

– Smyrjið kreminu á kökuna og rúllið henni upp.