Þú ert að skoða uppskriftir í flokknum: Eftirréttir

Mynd Flokkur: Eftirréttir
Stikkorð:

4 eggjarauður
4 msk sykur
1 msk vanillusykur
1/2 ltr rjómi
50 gr Toblerone súkkulaði
50 gr heslihnetur (má sleppa)

1. Stífþeyta saman eggjarauður og sykur og bæta svo vanillusykri saman við.

2. Stífþeyta rjómann og blanda honum varlega við eggjahræruna.

3. Saxa súkkulaði (og hnetur ef eru) og setja í blönduna.

4. Hella blöndunni í 1 lítra form og frysta.

5. Taka þarf ísinn tímanlega úr frysti. Losa ísinn úr forminu þannig: Dýfa forminu augnablik í heitt vatn og hvolfa úr forminu á disk eða fat. Gott að leyfa ísnum að þiðna í 5-10 mín áður en borinn er fram.

Mikið ofboðslega góður ís!
Reyndist vera algerlega laus við nálar, og ekki eins stífur og venja er til með heimalagaðan ís.

Kærar þakkir til frúarinnar á barnalandi sem sendi þessa uppskrift.