Þú ert að skoða uppskriftir í flokknum: Bakstur

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
Stikkorð:

375 gr hveiti
375 gr sykur
250 gr kókosmjöl
150 gr saxaðar rúsínur
2 egg

– Þurrefnunum blandað saman. Smjörlíkið mulið saman við og vætt í með eggjunum.

– Degið er hnoðað saman og rúllað upp í lengjur.

– Skerið lengjurnar í ca 1/2 cm þykkar sneiðar og raðið á bökunarplötu.

– Bakað við vægan hita þar til kökurnar eru ljósbrúnar.

– Gott er að hnoða degið út í lengjur og geyma síðan eina nótt í kæli. Kökurnar verða betri og fallegri.

 

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
  • Ofnhiti: 180°C
  • Bökunartími: u.þ.b. 10 mín
Stikkorð:

2,5 bollar hveiti
1 tesk. matarsódi
1 tesk. salt
1 bolli smjör/smjölíki
3/4 bollar sykur
3/4 bollar púðursykur
1 tesk vanilludropar
2 egg
2 bollar súkkulaðibitar, best að nota eitthvað ekta súkkulaði
1 bolli heslihnetur eða aðrar hnetur (má sleppa)

– Smjör/smjöríki, púðursykri, sykri og vanilludropum hrært saman.
– Eggjunum bætt útí einu í einu. Hrært vel.
– Þurrefnunum bætt rólega saman við.
– Að lokum er súkkulaið og hnetum (ef vill) bætt útí.
– Sett með teskeið á plötu.

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
Stikkorð:

1,25 bolli hveiti
1 tesk. matarsódi
1/2 tesk. salt
1/2 tesk. kanill
1 bolli smjör
3/4 bolli sykur
3/4 bolli púðursykur
2 egg
1 tesk. vanilludropar
3 bollar haframjöl
340 g. brytjað súkkulaði, best að nota gott ekta súkkulaði

– Smjör, sykur, púðursykur, egg og vanilludropar er þeytt saman.
– Þurrefnunum (nema haframjöli) bætt smám saman úti.
– Að lokum er haframjöli og súkkulaði blandað útí degið.
– Sett með teskeið á bökunarplötu (með pappír) þarf að hafa gott bil á milli því þær renna út.
– Bakað við 200 gráður í 8 mín ef þær eiga að vera mjúkar en í 10 mín ef þær eiga að vera stökkar

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
  • Ofnhiti: 175°C
  • Bökunartími: 12-14 mín
Stikkorð:

3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
150 gr. rjómasúkkulaði
2 pokar súkkalaðihúðað lakkrískurl

– Stífþeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn og þeytið áfram þar til sykur er alveg horfin.
– Bæta þá söxuðu súkkulaði + lakkrískurli varlega útí með sleif til að skemma ekki þeytinguna.
– Set með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakað við 175 gráður í c.a 12-14 mín.

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
Stikkorð:

250 gr. hveiti
250 gr. púðursykur
125 gr. íslenskt smjör (lint)
1 stk egg
1,5 tesk. lyftiduft
0,5 tesk. matarsódi
1 tesk. engifer
0,5 tesk. kanill
0,5 tesk. negull

– Öllu skellt saman í skál og hnoðað rólega saman.
– Kælt í smá stund.
– Gerðar litlar kúlur og settar á bökunarplötu og síðan þrýst á með fingri eða gaffli.
– Bakað við 180 gráður í 8-10 mín.

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
Stikkorð:

250 gr smjörlíki
1 bolli sykur
1 bolli púðursykur
3 bollar hveiti
1 bolli kókosmjöl
1 tsk natron
1/2 tsk salt
2 stk egg
Mónudropar

– Allt hnoðað saman og mótað í kúkur.
– Þegar kökurnar koma úr ofninum er mónudropi settur á hverja köku á meðan þær eru sjóðandi heitar.

Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
Stikkorð:

2 egg
2 dl sykur
6 dl gróft kókosmjöl
1 tsk vanilludropar
50 gr súkkulaði, saxað

– Þeytið egg og sykur létt og ljóst.
– Blandið afganginum af hráefninu saman við.
– Setjið deigið í toppa með teskeið á bökunarplötu.
– Bakið við 180°C ofarlega í ofninum í 12 mín.
– Kælið á grind.
– Gott er að dýfa toppnum á kökunum bráðið súkkulaði í stað þess að blanda súkkulaðinu í deigið.

 

Mynd Flokkur: Bakstur, Rúllutertur
Stikkorð:

4 egg
50 gr sykur
50 gr flórsykur
50 gr hveiti
50 gr kartöflumjöl
30 gr kakó

– Eggjarauður og sykur þeytt vel saman.

– Hvíturnar og flórsykurinn þeytt vel saman.

– Hveiti, kartöflumjöli og kakói sáldrað saman og hrært saman við samanblandaðar eggjahrærurnar.

– Smurt út á ofnskúffu og bakað við 190°C í ca 10 mínútur og látin kólna. Gott er að setja rakt viskastykki yfir kökuna á meðan til þess að hún þorni ekki.

Smjörkrem
– 75 gr smjörlíki og 1+1/2 dl flórsykri hrært vel saman.
– 1 eggjarauðu ásamt með 1 tsk af vanillu blandað útí.

– Smyrjið kreminu á kökuna og rúllið henni upp.

 

Mynd Flokkur: Bakstur, Kaffibrauð
Stikkorð:

3 bollar hveiti
2 msk sykur
1 tsk matarsódi
ca 70 gr smjörlíki
1 egg
mjólk
salt

– Þurrefnunum blandað saman.

– Sjörlíkið brætt og íbleytiefnunum blandað útí í hæfilega þykka blöndu.

– Bakað í vöfflujárni …að sjálfsögðu 😉

– Borið fram volgt með sultu og rjóma. (Ekki verra með súkkulaðiglassúr.)

 

Mynd Flokkur: Bakstur, Kaffibrauð
Stikkorð:

150 gr sykur
150 gr púðursykur
125 gr smjörlíki
2 stk egg
260 gr hveiti
1 tstk matarsódi
1 stk lyftiduft
1/2 tsk salt
40 gr kakó
2 dl mjólk

Krem
500 gr flórsykur
60 gr kakó
1 stk egg
80 gr smjörlíki
smá kaffi

– Sykur og smjörlíki hrært vel saman.
– Eggjunum bætt út í, einu í einu.
– Þurrefnunum blandað saman og hrært saman við ásamt með mjólkinni.
– Bakað í tveimur stórum lausbotna hringformum við ca 180° í 19-22 mín eða þar til kakan byrjar að losna frá börmum formsins.
– Kælið kökuna.

– Bræðið smjörlíkið og blandið öllu saman í skál og hrærið allt saman.
– Smyrjið kreminu á kökuna, á milli botnanna ofaná og hliðar…. og stráið kókosmjöli yfir. Auðvitað má alveg setja eitthvað gott nammi í staðinn fyrir kókosmjölið, sérstaklega ef verið er að baka í tilefni afmælis eða slíks. 😉