Mynd Flokkur: Bakstur, Kaffibrauð
Stikkorð:

150 gr sykur
150 gr púðursykur
125 gr smjörlíki
2 stk egg
260 gr hveiti
1 tstk matarsódi
1 stk lyftiduft
1/2 tsk salt
40 gr kakó
2 dl mjólk

Krem
500 gr flórsykur
60 gr kakó
1 stk egg
80 gr smjörlíki
smá kaffi

– Sykur og smjörlíki hrært vel saman.
– Eggjunum bætt út í, einu í einu.
– Þurrefnunum blandað saman og hrært saman við ásamt með mjólkinni.
– Bakað í tveimur stórum lausbotna hringformum við ca 180° í 19-22 mín eða þar til kakan byrjar að losna frá börmum formsins.
– Kælið kökuna.

– Bræðið smjörlíkið og blandið öllu saman í skál og hrærið allt saman.
– Smyrjið kreminu á kökuna, á milli botnanna ofaná og hliðar…. og stráið kókosmjöli yfir. Auðvitað má alveg setja eitthvað gott nammi í staðinn fyrir kókosmjölið, sérstaklega ef verið er að baka í tilefni afmælis eða slíks. 😉