Mynd Flokkur: Bakstur, Smákökur
  • Ofnhiti: 190°C
  • Bökunartími: 8-10 mín
Stikkorð:

2 og 1/2 dl mjúkt smjör eða smjörlíki
2 dl sykur
2 dl púðursykur
1 egg
5 dl hveiti
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
2 og 1/2 dl saxaðar hnetur (valhnetur, pekanhnetur eða heslihnetur)
300 gr siríus konsum suðusúkkulaði

– Hitið ofninn í 190°C.
– Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur.
– Bætið egginu útí og hrærið vel.
– Bætið hveitinu, matarsódanum og saltinu í deigið og hrærið.
– Setjið hneturnar og súkkulaðið útí og setjið deigið á plötu, sem klædd er með bökunarpappír.
– Notið teskeið til að móta kökurnar og hafið 5 cm. á milli.
– Bakið í 8 – 10 mín.
– Kælið kökurnar á rist og geymið í lokuðu íláti.